Selfoss vann Keflavík örugglega í gærkvöldi á Íslandsmótinu í 12. flokki karla. Leikurinn fór fram heima í Gjánni og úrslitin 83-54.

Þetta var fremur andlaus og hægur leikur hjá okkar mönnum en þeir voru yfir allan tímann og mestur varð munurinn 35 stig, þrátt fyrir að liðið hafi hitt einstaklega illa utan af velli að þessu sinni. Sennilega einhver þreyta komin í mannskapinn, enda leikjaálagið mikið, strákarnir spila flestir í fleiri en einu liði, í 11. flokki, 12. flokki, ungmennaflokki og sumir í meistaraflokki. Allir leikmennirnir okkar tóku virkan þátt og allir komust á blað í stigaskori.

12. flokkur er enn taplaus eftir 8 umferðir og vinnur flesta leikina með miklum mun.

Næsti leikur liðsins er í Stykkishólmi gegn Snæfelli, fimmtudaginn 8. desember kl. 20:30.

ÁFRAM SELFOSS!!!