Suðurland (Þór/Hamar/Selfoss/Hrunamenn) vann öruggan og allstóran sigur í gærkvöldi á liði Hauka B í stúlknaflokki. Leikurinn fór fram í Þorlákshöfn og lokatölur 59-31.

Hið sameiginlega stúlknaflokkslið Sunnlendinga er nú í 4. sæti 2. deildar með 4 sigra og 3 tapaða leiki. Liðið er að eflast og þessir þrír leikir töpuðust með litlum mun, t.d. munaði bara 5 stigum okkur í óhag í síðasta leik gegn Þór norður á Akureyri, en Þórsliðið er á toppi deildarinnar, hefur unnið alla 7 leikina til þessa.

Það er nokkuð langt á milli leikja, en næst keppa stúlkurnar gegn Ármanni á heimavelli í Icelandic Glacial – höllinni í Þorlákshöfn þann 17. janúar nk.

ÁFRAM SUÐURLAND!!!