Í fyrsta æfingaleik tímabilsins vantaði Selfoss aðeins herslumuninn til að vinna Álftanes, í leik þar sem liðin skiptust á að leiða frá fyrstu mínútu. Leikurinn endaði 67-79 Álftanesi í vil. En þrátt fyrir tapið er hægt að taka jákvæða punkta frá leiknum, t.d. voru þrír unglingaflokksleikmenn, þeir Kristján Vladovic, Arnór Bjarki og Ragnar Magni, sem stigu upp og skiluðu góðu framlagi fyrir lið sitt.

„Við náðum að spila öllum, nokkuð jafnt út mest allan leikinn, sem hjálpar við að sjá hvernig mismunandi leikmenn spila saman, og við gátum prufað mismunandi sóknar- og varnartaktík sem við höfum verið að vinna með á æfingum. Það er alltaf stór plús að sjá ungu leikmennina okkar stíga upp á ákveðnum augnablikum eða í aðstæðum sem við höfum verið að vinna með í sumar. Það á samt eftir að taka okkur tíma að komast á þann stað sem við viljum vera á, en við munum leggja allt á okkur til að komast þangað. Með góðri liðsheild, sem er nú þegar til staðar, er ég mjög spenntur að sjá hvert við komumst sem lið,“ segir Chris Caird, aðalþjálfari Selfoss körfu.

Aðrir leikmenn sem stóðu upp úr í leiknum: – Christian Cunningham með stórar körfur á vellinum. – Sveinn Gunnarsson með sterka vörn gegn 1. deildar „nýliðanum“, Justin Shouse.

Tilþrif leiksins: Christian Cunningham Dunk –  https://www.youtube.com/watch?v=I76M5chR77Y

 

(English version)

First preseason home game of the year for the Selfoss Karfa men’s team.

In a close game all the way through with 11 lead changes, the Selfoss karfa men’s team comes up just short, with a score of 67-79 against a very experienced Álftanes team. Despite the loss, there were a lot of positives to take from this game, with 3 under 20 players stepping up, having a big impact for Selfoss, Kristijan Vladovic, Arnor Bjarki, and Ragnar Magni.

„It was a game of growth where we were able to rotate everyone evenly for the most part. So just to see different lineups on who plays better together etc .. And being able to work on different offenses and defenses that we’ve been It’s always a big plus to see our young guys stepping up in certain moments or situations we’ve spent time on during the summer. It’ll take time for us to get to where we want to be, but we „I’ll put in the time to get there, and with the chemistry we’ve already been excited to see where we can take this.“ Selfoss Head Coach Chris Caird.

Other notable players for Selfoss in last nights game: – Christian Cunningham with some big time plays. – Sveinn Gunnarsson with some physical defense on the 1st division new boy Justin Shouse.

Play of the game: Christian Cunningham dunk –  https://www.youtube.com/watch?v=I76M5chR77Y