Selfoss og Skallagrímur hafa ekki mæst síðan snemma í haust en í vikunni spila liðin tvívegis, fyrst sl. mánudag í Borgarnesi og aftur nk. fimmtudag á Selfossi. Leikurinn í gær var furðulegur. Skallarnir byrjuðu með látum, fylltu alla brúsa á mettíma með mjaltaþjónum á meðan handtutl Selfyssinga skilaði sér aðeins í dropatali. Þetta snerist algerlega við í 2. leikhluta og Selfoss vann að lokum með þokkalega öruggum hætti, 78-85.

Selfyssingar voru alveg úti á túni í upphafi, en Skallagrímur  mætti í fjósið á réttum mjaltatíma og byrjaði á verkunum. Heimamenn náðu fljótlega afgerandi forystu, 26-9 eftir 9 mínútur, og voru 15 stigum yfir að loknum fyrsta hluta, 26-11. Þessi munur hélst í byrjun annars hluta, 31-16 eftir 12 mínútna leik, en þá loks fengu mjaltavélar Selfyssinga straum og fór að buna í tankana. Staðan breyttist í 33-23 á einni mínútu og síðan 33-27, og þá hafði heimaliðið ekki skorað í 4 mínútur. Selfoss jafnaði 37-37 og komst yfir 37-40 en heimamenn áttu síðasta orðið fyrir hlé, 39-40.

Selfoss náði fljótlega ágætri forystu í seinni hálfleik og leiddi með um 10 stigum út þriðja hluta, en í lok hans stóð 57-65 á stigatöflunni. Skallagrímur átti góða rispu í upphafi 4. hluta og nartaði vel í hæla gestanna, 66-67 þegar 6 mín. voru eftir. En okkar menn héldu haus og juku muninn aftur, mest í 8 stig, og unnu með 7 stigum sem fyrr greinir. Ótrúlegar sveiflur í leiknum og ekki gott útlitið í upphafi. En karakterinn í okkar liði var magnaður að snúa taflinu og halda út í lokin, þrátt fyrir gott áhlaup Borgnesinga.

Hinn ungi Marinó Pálmason var góður í liði Skallagríms með 20 stig, 6 fráköst of 4 stoðsendingar, 21 í framlag. Þá átti Kristján Örn Ómarsson góðan dag, 16 stig, 6 frk. og frábær skotnýting, 23 í framlag, og Kenneth Simms sömuleiðis með flotta tölfræðilínu í 16 stigum 20 frk. og 7 stoðsendingum.

Christian Cunningham var góður í liði Selfoss, 21 stig, 17 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 varin skot er ekki til að skammast sín fyrir, 36 framlagspunktar. Kristijan Vladovic setti 20 stig, stal 8 boltum og gaf 4 stoðsendingar, Arnór Bjarki Eyþórsson var góður með 16 stig, 3 fráköst og flotta skotnýtingu (58%). Maciek setti 11 stig (82% nýting) á aðeins 15:32, Alex átti s´kínandi dag með 10 sig, 7 frk., 4 sts. og þetta ásamt 57% nýtingu gaf 19 framlagspunkta. Arnór Bjarki Ívarsson bætti við 6 stigum af vítalínunni og 4 stoðsendingum og Sigmar Jóhann skoraði 1 stig.

Tölfræði leiksins 

Selfossliðið á nú tvo heimaleiki í röð á stuttum tíma, gegn Skallagrími fimmtudaginn 27.02. og gegn Hetti sunnudaginn 1. mars. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

 

Game of runs in Borgarnes

Selfoss travelled to Skallagrimur Monday evening and came away with a 78-85 win in a tough environment. Basketball is a game of runs and this summed that up perfectly. Skallagrimur started off hot, opening up the half with a 17-3 run! Selfoss used both timeouts to try and control the game but Skallagrimur continued to pile on the offensive pressure making shots at a high percentage, extending the lead to 29-11 to close the quarter.

Selfoss increased their defensive effort which led them to open up Skallagrimur at the other end. Skallagrimur couldn’t control the Selfoss runs, 31-18, then 33-27, then 39-40 to finish the first half. Selfoss started off hot in the third quarter, stretching their lead to 39-50 after the first 2 minutes. After this it was a back and forth quarter, closing at 57-65.

Skallagrimur chipped away at the lead in the fourth quarter but Selfoss closed the game from the free-throw line to finish the game 78-85. Selfoss had 3 players scoring in double figures. – Christian Cunningham 21 points, 17 rebounds, 4 assists, 3 steals, 4 blocks – Kristijan Vladovic 20 pts, 2 rebs, 4 asts, 8stls – Arnor Bjarki Eyþórsson 16 pts, 3 rebs, 1 ast – Alex Gager 10 pts, 7 rebs, 4 asts, 4 stls – Maciek Klimaszewski 11 pts, 1 reb, 1 ast.