Selfoss hefur samið við Srdjan Stojanovic um að leika fyrir félagið. Samningurinn er til tveggja ára með endurskoðunarákvæðum, út frá gengi liðsins.

Srdjan, sem er 31 árs gamall, þekkir vel til á Íslandi en hann lék tvö tímabil með Fjölni í 1. deild , 2018-2020, og eitt tímabil með Þór Akureyri í efstu deild, 2020-2021.

Seinna tímabilið með Fjölni skilaði Srdjan 20 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum á tæpum 33 mínútum.

Með Þór Ak. í  Dominósdeildinni ’20-’21 spilaði Srdjan einnig um 33 mínútur, í 26 leikjum, skoraði 15,6 stig, tók 4 sóknarfráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali, og var með rúmlega 40% skotnýtingu, jafnt utan sem innan þriggjastigalínunnar. Hann lék á Írlandi á síðasta tímabili.

Við erum himinlifandi að fá til liðs við okkar unga hóp slíkan reynslubolta, sem hefur einnig getið sér gott orð með framkomu sinni og viðhorfi utan vallar.

Velkominn á Selfoss, Srdjan!