Í hálfleik á fyrsta heimaleiknum í 1. deild karla í gærkvöldi afhenti Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, félaginu endurnýjaða viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfélag ÍSÍ“. Félagið hefur notið þessa heiðurs undanfarin ár en viðurkenninguna þarf að endurnýja á fjögurra ára fresti með því að uppfæra og endurskoða Gæðahandbók sína, ferla og starfsemi. Undanfarna mánuði hefur stjórn félagsins unnið að þessari naflaskoðun og nú er þeirri vinnu formlega lokið, í bili, með afhendingu viðurkenningarskjals og fána.

Á meðfylgjandi mynd afhendir Hafsteinn Pálsson formanni félagsins viðurkenningarskjalið.

Uppfærð Gæðahandbók er aðgengileg hér á heimasíðunni, ásamt siðareglum félagsins, persónuverndarstefnu, forvarnarstefnu, jafnréttisstefnu, eineltisstefnu og umhverfisstefnu.

Gæðahandbókina og stefnur er að finna á selfosskarfa.is, undir /FÉLAGIÐ/STEFNUR

ÁFRAM SELFOSS!!!