Selfoss Karfa fékk heldur betur í skóinn í nótt. Það mun hafa verið Askasleikir, með viðkomu á skrifstofum Sveitarfélagsins Árborgar og hjá Hammer Basketball, sem laumaði „skotvél“ inn um bréfalúguna á Gjánni, íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.

Skotvélin mun koma sér vel fyrir leikmenn félagsins, unga sem aldna, sem og nemendur í körfuboltaakademíunni. Félagið færir Askasleiki, sveitarfélaginu og Hammer Basketball innilegar þakkir fyrir rausnarskapinn. „Dr. Dish Rebel“ byssan mun nýtast vel sem hjálpartæki fyrir þjálfara og leikmenn að bæta skottækni og þróa sig áfram.

Sjá hér

og hér

og hér

Nánari upplýsingar um framleiðandann má finna með því að smella á eftirfarandi Netslóðir:
https://www.facebook.com/hammerbasketball/
https://www.instagram.com/hammer_basketball/