Í dag var dregið í fyrstu umferð Geysisbikarsins, bikarkeppni KKÍ . Selfoss dróst fyrr úr hattinum og fær því heimaleik, gegn stórliði Tindastóls.

Það verður erfitt en verðugt og skemmtilegt verkefni fyrir okkar unga lið að reyna sig gegn einu af bestu liðum Dominosdeildarinnar. Í bikarkeppninni er það þannig, eins og flestir vita, að sigurliðið heldur áfram í keppninni en tapliðið er úr leik.

Fyrsta umferðin verður leikin 2.-4. nóvember. Ekki er búið að negla niður tímasetningu okkar leiks, en um það verður tilkynnt um leiðog ákvörðun hefur verið tekin.