Sigmar Jóhann Bjarnason verður áfram með Selfossliðinu á komandi keppnistímabili og hefur skrifað undir samning þess efnis. Samningurinn er til eins árs.

Sigmar kom á Selfoss frá Fjölni fyrir næstliðið keppnistímabil og spilaði tæpar 17 mínútur að meðaltali í 16 leikjum í 1. deildinni, þar af 70%  í byrjunarliði. Sigmar er öflugur liðsmaður sem getur spilað margar stöður, og sérlega góður varnarmaður. Þar fyrir utan er hann frábær liðsfélagi og sá mikilvægi hlekkur sem öll félög þurfa að hafa í sinni keðju til að búa til góðan leikmannahóp.