B hópur 10. flokks drengja skellti sér í höfuðborgina og mætti Val að Hlíðarenda í dag, sunnudaginn 13. mars. Heimamenn í Val byrjuðu leikinn betur en fyrstu mínúturnar einkenndust af mistökum og illa framkvæmdum sóknaraðgerðum beggja liða. En í stöðunni 17-11 sneru okkar menn leiknum sér í hag með góðum varnarleik og litu aldrei um öxl eftir það. Í hálfleik leiddi Selfoss 23-37 og herti tökin frekar en hitt í seinni hálfleik.

Benjamín Rökkvi fór mikinn á báðum endum vallarins og Böðvar Thor stýrði sóknaraðgerðum eins og hershöfðingi og hvernig sen Valsmenn reyndu að pressa hann hátt á vellinum leysti hann það með eindæmum vel.

Allir sem inn á völlinn stigu lögðu sitt af mörkum með sterkum varnarleik og óeigingirni í sókninni. Góður sigur vannst, 47-78 og komust allir á blað í stigaskori.

Benjamín Rökkvi leiddi flokkinn með 22 stigum og aragrúa frákasta, Hjörvar bætti við 18 stigum, Kristófer Logi 11, Dagur Nökkvi setti 9, Sindri 7, Böðvar 5, Hjalti 4 og Benjamín Magnús 2 stig.

ÁFRAM SELFOSS!!!

-Bjarmi Skarphéðinsson, þjálfari.