Selfoss b sótti sigur gegn Njarðvík á mánudagskvöldið í 11. flokki drengja. Leiknum lauk með öruggum sigri okkar manna, 57 -83.

Selfoss b hefur byrjað vel á Íslandsmóti 11. flokks, unnið þrjá leiki af fjórum, og heldur áfram á sömu braut og á síðasta ári.

Leikið hefur verið þétt í upphafi móts en nú gefst tími til að fara yfir málin og bæta það sem betur má fara, því næsti leikur liðsins er ekki fyrr en mánudaginn 24. október, útileikur gegn Ármanni í Íþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 21:00.

ÁFRAM SELFOSS!!!