Einir 7 drengir úr yngri flokkum Selfoss hafa verið valdir til æfinga með úrvalshópum KKÍ nú yfir jólahátíðina, 3 í U16 ára hópinn og 4 í U18 ára hópinn. Eftir áramót verða hóparnir „skornir niður“ og æft með hléum fyrir sumarið. Verkefnin eru NM í Finnlandi og EM hjá U16 liðunum og NM í Svíþjóð og EM hjá U18 ára liðunum. Það eru um 30 leikmenn í hverjum af þeim 8 æfingahópum sem KKÍ sendir í keppnir  sumarið 2023 og verður spennandi að sjá hvort ekki verða einhverjir Selfyssingar þar á meðal. Eins og kunnugt er átti Selfoss 4 leikmenn í landsliðum sl. sumar, en hætt er við að róðurinn verði þyngri nú fyrir landsliðsmenn liðins sumars, þegar þeir eru komnir upp í U18, og á fyrsta ári þar af þremur.

Það er mikil viðurkenning fyrir yngriflokkastarfið í jafn litlu félagi og Selfoss-Karfa er að eiga þetta marga fulltrúa á þessum vettvangi – en auðvitað fyrst og fremst ánægjuleg viðurkenning fyrir þessa leikmenn og hvatnig fyrir þá, og alla aðra, að halda áfram að æfa af kappi og metnaði hér eftir sem hingað til.

Til lukku, drengir! ÁFRAM SELFOSS!!!

 

Leikmenn Selfoss f. ár Lið
Fjölnir Þór Morthens 2007 U16 drengja
Hafþór Elí Gylfason 2007 U16 drengja
Pétur Hartmann Jóhannsson 2007 U16 drengja
Þjálfari: Snorri Örn Arnaldsson
Ari Hrannar Bjarmason 2006 U18 drengja
Birkir Hrafn Eyþórsson 2006 U18 drengja
Styrmir Jónasson 2005 U18 drengja
Tristan Máni Morthens 2006 U18 drengja
Þjálfari: Lárus Jónsson