Selfossliðið í 12. flokki drengja flaug austur á Egilsstaði í dag til að etja kappi við Hött á Íslandsmótinu. Þetta reyndist nokkuð léttur leikur og sannkölluð skemmtiferð, ljómandi útsýnisflug í blíðviðrinu. Úrslitin nærri 40 stiga sigur, 50 – 89, og liðið okkar heldur áfram að gera það gott, hefur ekki tapað leik ennþá í vetur, eins og margoft hefur verið ítrekað hér á síðunni. Liðið er vant því að vinna með svo miklum mun, meðaltalið er 102.8 stig skoruð gegn 65.3, hefur skorað 601 stigi meira en andstæðingarnir í 16 leikjum.

Nú eru 5 leikir eftir hjá drengjunum, sá næsti gegn sameinuðum nágrönnum okkar í Þorlákshöfn og Hveragerði þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn er í Þorlákshöfn og hefst kl. 20:30.

ÁFRAM SELFOSS!!!