Laugardaginn 3. febrúar 2024 heldur Selfoss karfa sitt fyrsta Legends-mót í körfubolta. Mótið mun fara fram í Vallaskóla, heimavelli Selfoss körfu. Keppt verður í þremur flokkum; Karlar 25-39 ára, karlar 40 ára og eldri og konur 20 ára og eldri.

Eftir keppni og verðlaunaafhendingu verður matarveisla, kvöldskemmtun, Pub quiz á milli liða og fleira skemmtilegt á Hótel Selfossi, sem bíður sérstakt körfuboltatilboð á gistingu þessa helgi.

Skráning og nánari upplýsingar inni á www.selfosskarfa.is/legends/. Hvetjum við alla körfuboltaunnendur til að draga fram skóna og taka þátt á þessu stórskemmtilega móti.
Skráningarfrestur er til 20. janúar. Tryggið ykkar liði pláss á mótið!

Nánari upplýsingar um mótið verða birtar þegar nær dregur.