Lið 7. flokks drengja spilaði á móti spræku liði Vals á laugardag. Liðið var ekki full mannað að þessu sinni og mættu bara sjö til leiks.

Leikurinn var jafn framan af en þegar líða fór á seinni hálfleik fór þreytan að segja til sín og Valsmenn sigldu fram úr. Þeir unnu leikinn með tíu stigum en okkar menn sýndu mikla baráttu og áttu góða kafla þar sem þeir sýndu hvað þeir eiga mikið inni. Framhaldið er því spennandi hjá 7. flokki!

ÁFRAM SELFOSS!!!