Minnibolti stúlkna keppti sl. sunnudag í „Stjörnustríði“, en það er mót sem Stjarnan í Garðabæ heldur árlega. Selfoss sendi tvö lið til leiks og stóðu allar stelpurnar sig gríðarlega vel.

Baráttan og leikgleðin skein af þeim og glæsileg tilþrif sáust um allan völl. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá stelpunum okkar og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum.

Meðfylgjandi myndir tóiku Guðmundur Ármann og Jón Sveinberg.

Hlekkur á myndir

ÁFRAM SELFOSS!!!