Stelpurnar í minnibolta 10 ára kepptu í annarri umferð Íslandsmótsins helgina 12.-13 nóvember. Þær kepptu að þessu sinni í B riðli, eftir frábæra frammistöðu og sigur í C1-riðli í fyrstu umferð fyrr í haust.

Það varð líkt og búast mátti við harðari keppni í þessum sterka riðli, en stelpurnar sýndu að sigurinn í C-riðli var engin tilviljun, og að þær eiga meira en fullt erindi í B-riðilinn.

Keppnin fór fram í Þorlákshöfn að þessu sinni og niðurstaðan varð tveir sigrar og tvö töp, ekki dónalegur árangur það, og stelpurnar halda sæti sínu í riðlinum með glans.

Næsta umferð hjá þeim á Íslandsmótinu verður leikin á heimavelli í Gjánni á Selfossi fyrstu helgina í febrúar nk.

Í minnibolta 11 ára verða Selfoss-stelpurnar á ferðinni um næstu helgi, þegar önnur umferð Íslandsmótsins hjá þeim verður leikin á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Það er ánægjulegt hvað stelpurnar eru áhugasamar og taka fyrir vikið miklum framförum. Alltaf er samt rúm fyrir fleiri stelpur á æfingar hjá félaginu og rétt að hvetja stúlkur á öllum aldri, og foreldra þeirra, sérstaklega til að kynna sér starfið hjá körfuboltafélaginu.

ÁFRAM SELFOSS!!!