Stelpurnar okkar í 10. flokki Selfoss/Hrunamanna/Hamars eru á fullu gasi þessa dagana. Þær léku nú tvo daga í röð, sunnudag og mánudag, heimaleiki í Gjánni, og á laugardaginn kemur, 2. apríl, er seinasti deildarleikurinn hjá þeim, gegn sterku liði Grindavíkur á útivelli.

Á sunnudaginn mættu stúlkurnar Vestra í annað sinn á stuttum tíma. Þetta var hörkuleikur, jafn og spennandi allan tímann en þegar minna en þrjár mínútur voru eftir settu gestirnir tvo þrista sem gerðu í raun út um leikinn, úrslitin 41-46 fyrir Vestra.

Mánudagsleikurinn var gegn Haukum, sem eru með ógnarsterkt lið og áratuga glæsilega sögu í kvennaboltanum. Haukastúlkur voru sterkari aðilinn og unnu örugglega 21-55.

Haukaliðið er taplaust í deildinni í vetur en Grindavík kemur þeim á hæla. Okkar lið er í 4.-5. sæti ásamt Vestra með 6 stig, fyrir ofan Val, en Tindastóll dró lið sitt úr keppni eftir að mótið hófst.

 

ÁFRAM STELPUR!!!