Þriðjudaginn 20. júní voru sannkallaður stórhátíðardagur í Vallaskóla þar sem samningar voru undirritaðir og stjórn og ráð félagsins komu saman.

Árni Þór Hilmarsson skrifaði undir samning þess efnis að hann taki við meistaraflokki til næstu tveggja ára. Einnig mun hann sjá um akademíuna og vera yfirþjálfari yngri flokka. Geir Helgason verður honum innan handar í meistaraflokki sem spilandi aðstoðarþjálfari.

Sex leikmenn skrifuðuundir samning um að spila með meistaraflokki Selfoss Körfu á komandi leiktíð. Birkir Hrafn Eyþórsson og Ísar Freyr Jónasson endurnýjuðu samninga sína frá síðasta tímabili. Þá koma Arnór Bjarki Eyþórsson og Styrmir Þorbjörnsson til baka á Selfoss eftir stopp í Þorlákshöfn en einnig kemur Tristan Rafn Ottósson til liðsins frá Þór Þorlákshöfn. Auk þeirra kemur Geir svo til baka eftir þriggja ára pásu frá körfubolta.

Við sama tilefni var svo endurnýjaður samningur við Errea sem gildir næstu tvö árin og einnig var gert samkomulag við Sjúkraþjálfun Selfoss um að sjá um sjúkraþjálfun meistaraflokks.

Þá hefur ný stjórn tekið við en í henni sitja:

Formaður: Guðbjörg Bergsveinsdóttir
Gjaldkeri: Linda Rós Jóhannesdóttir
Ritari: Guðbjörg S. Kristjánsdóttir
Meðstjórnendur: Anna Valgerður Sigurðardóttir, Guðmundur Ármann
Böðvarsson, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Þórey Helgadóttir

Eitt af fyrstu verkum þessarar nýju stjórnar var að koma á meistaraflokksráði. Með tilkomu meistarflokksráðs og barna- og ungmennaráðs, sem stofnað var fyrir síðasta tímabil, hefur innra starf félagsins styrkst til muna.

Í barna- og ungmennaráði sitja:
Ingunn Jónsdóttir, Jóhanna Hallbjörnsdóttir, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir og Trausti Jóhannsson

Í meistaraflokksráði eru:
Björgvin Jóhannesson, Björn Kristinn Pálmarsson, Guðmundur Ármann
Böðvarsson og Stefán Magni Árnason

 

Myndir frá viðburðinum tók Björgvin Rúnar Valentínusson.

Virðing – Samskipti – Vinátta