Selfoss vann öruggan og stóran sigur á Hetti í fyrstu umferð úrslitakeppni unglingaflokks. Þetta var einstefna nánast frá upphafi til loka, eins og úrslitin gefa til kynna.

Skv. tilmælum frá KKÍ var leikurinn skráður samviskusamlega í tölfræðigrunn en sú fyrirhöfn virðist hafa verið til einskis, því ekki hefur tölfræðin skilað sér í leikjaúrslit á kki.is.

En helstu tölur úr leiknum hjá okkar mönnum eru eftirfarandi:

Sveinn Búi, 32 stig, 17 frk, 8, sts, 3 stl og 2 vs / Tyreese, 31 stig, 12 frk, 2 sts, 2 stl / Gunnar, 21 stig, 5 frk, 6 sts, 1 stl / Arnór Bjarki, 20 stig, 4 frk, 5 sts, 4 stl / Gregory, 7 stig, 8 frk, 1 sts, 4 stl / Owen, 6 stig, 9 frk, 4 sts, 2 stl / Helgi Jóns, 6 stig, 3 frk.