Skemmtilegum æfingaleik var að ljúka rétt í þessu í Gjánni. 9. flokkur stúlkna í Grindavík brá sér bæjarleið og atti kappi við samsett lið Selfoss og Hrunamanna. Þetta var þrælspennandi í lokin og Grindavík gat jafnað með síðasta skotinu, en það vildi ekki ofan í og Selfoss/Hrunamenn fögnuðu sigri, 47-45.

Heimaliðið byrjaði mun betur og náði afgerandi forskoti strax í fyrsta leikhluta. Grindavíkurstúlkur náðu undirtökunum eftir það og söxuðu smátt og smátt á forskotið. Þeim tókst að jafna leikinn en okkar stúlkur skoruðu síðustu körfuna, og þrátt fyrir harða atlögu, eins og fyrr var frá greint, og ágætt skotfæri rétt í lokin var heppnin ekki með gestunum að þessu sinni.

Við þökkum Grindavík kærlega fyrir komuna, það er ómetanlegt að fá góða gesti í heimsókn og ekkert er skemmtilegra, og árangursríkara, en að spila leiki.