Næg skráning hefur borist í alla þrjá flokkana strákamegin á 3á3 sumarmót Selfoss-Körfu. Öðru máli gegnir um stúlkurnar en hjá þeim stefnir í að aðeins verði keppnisfært í flokki U14 (2006-2007).

Mótið hefst kl. 10:00 á laugardag í Íþróttahúsi Vallaskóla. Húsið opnar fyrir þátttakendur kl. 09:30.

Ekki er enn hægt að birta nákvæma dagskrá og leikjaniðurröðun, því skráningar eru enn að berast. Biðjum við þátttakendur að sýna því skilning en eftir kl. 12:00 á morgun, föstudag, verður leikjunum raðað upp og eftir það ekki hægt að bæta við liðum.

Fólk er velkomið í stúkuna, þar verður kaffi og veitingasala, og posi til að taka við þátttökugjöldum.

Dagskrá mótsins verður birt síðdegis á morgun, en liðin geri ráð fyrir því að hefja leik kl. 10:00.

Vitað er um stúlkur sem vantar liðsfélaga, þannig að ef það á við um fleiri, er um að gera að  hafa samband svo hægt sé að stokka saman í lið.

Selfoss-Karfa vill leggja áherslu á að þetta mót er fyrst og fremst haldið til skemmtunar og ánægju körfuboltakrökkum og engin ástæða fyrir neinn að vera feiminn við þátttöku.

Áfram karfa!!!