Stelpurnar í minnibolta 10 ára kepptu á Íslandsmótinu um helgina í Garðabæ hjá Stjörnunni. Þær stóðu sig með mikilli prýði og uppskáru tvo sigra og tvö töp. Þær sýndu mikinn baráttuvilja gegn öflugum mótherjum og sýndu miklar framfarir. Flestar eru þær að spila einu eða tveimur árum upp fyrir sig og þetta mót því frábært fyrir reynslubankann og nokkur atriði sem þarf að slípa til á æfingum.

Stjarnan á mikið hrós skilið fyrir flotta umgjörð og skipulag á mótinu.

Næsta mót hjá minniboltanum verður strax um næstu helgi en þá er Alvogen-mót KR. Þar gefst leikmönnum enn fremur að bæta sig og safna í reynslubankann.