Selfossliðið stendur í ströngu næstu tvær vikurnar og leikur 5 leiki á 15 dögum.

Ballið byrjar í kvöld á útileik í 1. deild karla gegn Hrunamönnum á Flúðum. Þá tekur við bikarleikur í unglingaflokki nk.þriðjudag í Keflavík. U.fl. fær svo Stjörnuna/Álftanes í heimsókn sunnudaginn 11.10. á Íslandsmótinu. Mánudagurinn gefst til að safna orku fyrir bikarleik í m.fl. á heimavelli gegn Álftnesingum þriðjudaginn 13. kl. 20 og þá er orðið stutt í bílferð á Ísafjörð föstudaginn 16.10. til að eiga við Vestra í 1. deild.

Hafa ber í huga að u.fl. er kjarninn í m.fl. liði félgsins.

Fös. 2.10. kl. 19:15          Hrun.-Selfoss, 1. deild karla á Flúðum

Þri. 6.10. kl. 20:00           Keflavík U20-Selfoss U20, bikarkeppni u.fl. í Keflavík

Sun. 11.10. kl. 17:00       Selfoss U20-Stjarnan/Álftanes U20, Ísl. mót í Gjánni

Þri. 13.10. kl. 20:00         Selfoss-Álftanes, bikarkeppni karla í Gjánni

Fös. 16.10. kl. 19:19        Vestri-Selfoss, 1. deild karla, á Ísafirði