Þjálfarakynning
Næstur í kynningunni er Arnar Logi Sveinsson sem sér um yngstu strákaflokkana, 8-11 ára. Arnar Logi er að hefja annað árið sitt hjá Selfoss körfu og hefur hann náð að fjölga verulega í yngstu hópunum okkar.

Arnar Logi er 26 ára uppalinn hjá Þórsurum í Þorlákshöfn þar sem hann lék upp yngri flokkana í sterkum yngri flokka liðum þeirra. Arnar Logi er búinn með KKÍ 3B og stefnir á frekari menntun í körfuboltaþjálfuninni. Við hvetjum alla stráka á þessum aldri til þess að kíkja á æfingar í Vallaskóla sem eru sem hér segir:

MB 8-9 ára
Mánudagar kl. 14.10
Fimmtudagar kl. 16.10
Föstudagar kl. 15.00

MB 10-11 ára
Mánudagar 15.00
Miðvikudagar kl. 15.30
Fimmtudagar kl. 15.20
Laugardagar kl. 11.15