Laugardaginn 13. júní nk. bryddar Selfoss-Karfa upp á þeirri nýjung að halda sumarmót í „götuboltastíl“ á heimavelli sínum í Gjánni á Selfossi, íþróttahúsi Vallaskóla.

Keppt verður í þremur aldursflokkum stráka og stúlkna, U16, U14 og U12, alls sex keppnisflokkum, og veitt verðlaun fyrir sigurvegara í öllum flokkum.

Auglýsing með nánari upplýsingum og leikreglum fylgir hér með.