Selfoss hefur samið við bandaríska Dagger Basket leikmanninn Trevon Evans um að leika með félaginu í 1. deild karla á komandi tímabili. Evans er 26 ára gamall alhliða bakvörður sem lék allan háskólaferil sinn með  University of Sioux Falls. Á lokaári sínu í skólanum (’18-’19) skoraði hann að meðaltali 22,7 stig í leik, tók 4,0 fráköst og gaf 2,9 stoðsendingar.

Trevon hóf atvinnumannsferil sinn í Þýskalandi strax eftir útskrift þar sem hann lék með HAKRO Merlins Crailsheim og skilaði 20.6 stigum, 4,1 frákasti og 2,3 stoðsendingum í leik og var valinn besti erlendi leikmaðurinn í deildinni sem hann lék í.

Myndband af Trevon Evans

Selfoss Karfa býður Evans velkominn á Selfoss og hlakkar til að sjá hann láta til sín taka á vellinum.