Tvö lið Selfoss spiluðu á Íslandsmótinu í gær og vannst öruggur sigur í báðum leikjunum.

Ungmennaflokkur Selfoss fékk Stjörnuna/Álftanes í heimsókn í Gjána og hélt áfram sigurgöngu sinni, lokatölur 114 – 76.

Þetta var síðasti leikur ungmennaflokks á þessu ári, næsti leikur er gegn Val sunnudaginn 8. janúar.

Þá heimsótti b lið 11. flokks drengja Valsmenn að Hlíðarenda og vann líka léttan sigur, 89 – 45.

11. flokkur b á eftir einn leik fyrir jól, gegn Tindastóli heima í Gjánni sunnudaginn 11. desember kl. 13:00 og byrjar svo nýtt ár með leik strax 2. janúar gegn Fjölni í Grafarvoginum.