Bæði 11. flokkslið Selfoss spiluðu í dag heima í Gjánni. Þau eru bæði við toppinn, A-liðið í 3. sæti í 1. deild og B-liðið í 2. sæti í 2. deild Íslandsmótsins. Bæði liðin unnu leiki sína og halda því uppteknum hætti, að vinna leiki – og ekki síður að hafa gaman af því að spila körfubolta.

Selfoss b mætti Ármanni og vann all öruggan 12 stiga sigur, 69 – 57. Selfoss b er með 34 stig, 17 sigra í 19 leikjum þegar aðeins einn leikur er eftir af deildarkeppninni. Það er heimaleikur í Gjánni gegn Haukum b, sem fram fer mánudaginn 24. apríl kl. 21:00.

Liðið hefur skorað 488 stigum meira en andstæðingarnir í þessum 19 leikjum, eða 26 stigum meira að meðaltali, sem er það mesta í deildinni. Stjarnan c er á toppnum með 18 sigra í 19 leikjum, svo litlu munar á toppliðunum. Selfoss b vann einn leik gegn Stjörnunni c í vetur en tapaði tveimur, og er því ljóst að þessi lið hafa aðeins tapað hvort fyrir öðru. Staðan á toppnum mun ekki breytast úr þessu, Stjarnan c er með betri innbyrðis stöðu en Selfoss b, ef svo ólíklega vildi til að Stjarnan tapaði sínum síðasta leik og liðin enduðu jöfn að stigum.

Selfoss a tók á móti Þór Ak. og það reyndist léttur leikur fyrir heimaliðið, úrslitin 112 – 81 fyrir Selfoss. A-liðið er með 30 stig eftir 20 leiki, 15/5 sigurhlutfall og í þriðja sæti 1. deildar á eftir Íslandsmeisturum ÍR (19/2) í efsta sæti og liði Stjörnunnar (16/2) í öðru sæti.

Selfoss á tvo leiki eftir í deildarkeppninni, gegn Haukum föstudaginn 21. apríl kl. 20:00 (breytur leiktími) á útivelli að Ásvöllum og svo lokaleikinn gegn Stjörnunni á heimavelli í Gjánni á sumardaginn fyrsta, 20. apríl, kl. 20:30. Fimm tapleikir liðsins í vetur eru allir gegn þessum tveimur toppliðum, þrír tapleikir gegn ÍR (með 7,7 stigum að meðaltali) og tveir gegn Stjörnunni (með 11,5 stigum að meðaltali). Það er því heldur á brattann að sækja fyrir okkar menn í úrslitakeppninni framundan, en þess ber að geta að einn öflugasti leikmaðurinn í okkar liði hefur verið upptekinn í vetur með meistarflokki en hefur nú tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum og taka þátt í úrslitakeppninni. En hvað sem því líður verður gaman að fylgjast með drengjunum þegar lengra líður fram á vorið.

Það er athygli vert að skoða framgöngu félaganna í þessum árgangi leikmanna sem eru 16 ára og munu smám saman koma inn í meistaraflokkana á næstu árum. Félögin sem nú eru að berjast til úrslita í Subwaydeild karla eru ekki ofarlega á blaði.

Staðan í 11. flokki

ÁFRAM SELFOSS!!!