Tveir leikir voru á dagskrá í dag í Gjánni. Selfoss mætti Hetti í unglingaflokki og  vann auðveldlega, lokatölur 123-51. Selfoss er þar með komið í 8 liða úrslit Íslandsmótsins, sem leikin verða 10. maí nk.

Í hinum leiknum átti Selfoss að mæta Breiðabliki í úrslitakeppni 9. flokks karla. Því miður fyrir strákana, og dygga aðdánedur liðsins, mætti Breiðablik ekki og dómararnir flautuðu leikinn því af, úrslitin 20-0 okkur í hag, skv. þeim reglum sem gilda í slíkum tilvikum. 

Bæði liðin halda því áfram í keppninni og stefna-  á úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitil.