Selfossliðin bættu tveimur sigrum í yngri aldursflokkum í safnið nýverið.

Selfoss vann ÍA örugglega heima í Gjánni í 12. flokki karla sl. miðvikudag. Úrslitin 89 – 73. Lið 12. flokks er sem fyrr með hreint borð í deildarkeppninni, taplaust eftir 15 umferðir.

Þá var í kvöld leikur í ungmennaflokki Gjánni. Selfoss mætti þá Njarðvíkum og vann einnig öruggan sigur, 100 – 79. Selfoss er í öðru sæti, næst á eftir Breiðabliki, með 24 stig eftir 16 leiki, en enn eru 6 leikir eftir í deildarkeppninni, síðasti leikur liðsins er heimaleikur 23. apríl.

12. flokkur karla

Selfoss 89 – 73 ÍA

Ungmennaflokkur karla

Selfoss 100 – 79 Njarðvík

ÁFRAM SELFOSS!!!