Bæði lið Selfoss í 10. flokki drengja tryggðu sér þátttökurétt í 8 liða úrslitum VÍS bikarsins í gær. Það var sannkölluð körfuboltahátíð í Gjánni, íþróttahúsi Vallaskóla, þegar Selfoss b mætti Val kl. 13:30 og strax á eftir, kl. 15:30, tók Selfoss a á móti Haukum.

Skemmst er frá því að segja að Selfoss b vann Val með 10 stigum, 51-41, og Selfoss a vann Hauka með 11 stiga mun, 75-64.

Það verður því spennandi að fylgjast með þegar dregið verður í næstu umferð, hvort Selfoss mætir e.t.v. Selfossi?