Tvö af fjórum liðum Selfoss unnu leiki sína í undanúrslitum um nýliðna helgin og leika því til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn um miðjan maí, annars vegar ungmennaflokkur karla og hins vegar 12. flokkur karla. Hvorugt liðið í 11. flokki átti erindi sem erfiði að þessu sinni, og bæði töpuðu stórt.

Ungmennaflokkur Selfoss mætti Fjölni og vann stórsigur, 102 – 56 og 12. flokkur Selfoss vann Keflavík örugglega, 97 – 71. Selfoss mætir Breiðabliki í úrslitum ungmennaflokks og Skallagrími í 12. flokki. Úrslitaleikirnir fara fram helgina 13. – 14. maí.

Ungmennaflokkur karla, 1. deild:

Selfoss 102 – 56 Fjölnir

12. flokkur karla, 2. deild

Selfoss 97 – 71 Keflavík

11. flokkur drengja, 1. deild

Selfoss 76 – 109 Stjarnan

11. flokkur drengja, 2. deild

Selfoss b 50 – 69 Ármann