Selfoss mátti sætta sig við tap í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn góðu liði Breiðabliks, 98-70, á heimavelli þeirra í Smáranum. En þrátt fyrir þessar tölur er, svona eftir á, rétt að beina sjónum að mörgum jákvæðum atriðum í leik liðsins og horfa með bjartsýni fram á veginn.

Fyrri hálfleikur var jafn, liðin skiptust 9 sinnum á að leiða, og Selfossliðið fékk meira að segja nokkur ágæt tækifæri til að auka forystuna. Byrjunarlið Selfoss var eingöngu skipað unglingaflokksleikmönnum og það var dýrmætt að sjá hvernig þeir brugðust við í mismunandi aðstæðum á vellinum, gegn reynslumeiri leikmönnum Breiðabliks.

Því miður getum við ekki teflt fram því liði í vetur sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar er stærsta skarðið fyrir skildi að leiðtoginn og aðalleikstjórnandinn, Hlynur Hreinsson, sleit krossband á undirbúningstímabilinu og spilar ekkert með. Hann mun þó leggja sitt af mörkum frá hliðarlínunni og miðla reynslu sinni þannig til þeirra ungu manna sem þurfa að taka við og bera fána leikstjórnandans í komandi orrustum. Einnig hefur Sigmar Jóhann Bjarnason, sem kom frá Fjölni í sumar, verið fjarri góðu gamni vegna aðgerðar sem hann þurfti að gangast undir, en mun koma inn í liðið fljótlega. Í þessum fyrsta leik vantaði grunnstólpann, sem haldið hefur liðinu uppi í æfingaleikjum haustsins, Bandaríkjamanninn Christian Cunningham, sem á við hnémeiðsli að stríða, og þar að auki hefur Maciek Klimaszewski legið í flensu og lék því ekki.

En burtséð frá öllum þessum fjarvistum, þá getur liðið gert betur. Menn stökkva ekki fram á sviðið alskapaðir úr höfði Seifs, heldur verða að fara hina einu færu leið, hina margfrægu „erfiðu leið“, sem er að læra af mistökum og bæta sig skref fyrir skref. Við erum með hóp af viljasterkum og einbeittum strákum sem munu leggja á sig þá vinnu sem til þarf.

Það verður spennandi að sjá hvernig liðið mun vaxa og þroskast í vetur og hvernig starf félagsins og áætlanir munu þróast. ÁFRAM SELFOSS!!!!

Fyrir Breiðablik gerði Larry Thomas sannarlega gæfumuninn með framúrskarandi leik, enda sannað sig undanfarin ár sem leikmaður í sérflokki hér á landi. Hann skoraði 40 stig (7/7 úr þristum), tók 8 fráköst, gaf 4 stoðseningar og náði 6 boltum; 50 framlagsstig, takk fyrir túkall! Aðrir Blikar sem höfðu sig mest í frammi voru Hilmar Pétursson með 14 stig og 20 framlagspunkta, Sveinbjörn frá Heiðarbæ með 10 stig og 20 framlagspunkta, og Snorri Vignisson með 9 stig og 17 í framlag.

Af okkar mönnum var Ragnar Magni Sigurjónsson stigahæstur með 19 stig, Alex Gager, 18 ára framherji, skoraði 18 stig og skilaði 17 framlagspunktum í miðherjastöðunni, Kristijan Vladovic skoraði 11 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Bergvin Einir skoraði 6 stig, Arnór Bjarki Eyþórsson 5, Svavar Ingi 5, Sveinn Hafsteinn 3, Rhys Sundimalt 2 og Bjarki Friðgeirsson 1 stig.

Tölfræðiskýrslan

English version

„Caos after a good start“

We came up short in game 1 to a good Breiðablik team, but despite the scoreline there were a lot of positives to take away from this. A very competitive first half with 9 lead changes and times where we looked close to pulling away with a bigger lead. Starting 5 under 20 players it was good to see how they respond to different situations on the floor against some experience.

Unfortunately we lost our PG, Hlynur Hreinsson, during preseason with a torn ACL, a leader for us that will continue to help us from the sideline with our young PGs, and Sigmar Jóhann Bjarnason, who is recovering from surgery and will be back with us soon. Last night we were also without 2 big contributors for us this preseason, our two Centers, the professional player, Christian Cunningham (knee injury) and Maciek Klimaszewski who’s been struggling with the flu.

Having said all that, there is still a lot of improvement for us to make, but we have a strong minded, motivated group and I know they will put the work in. I’m excited for how we’ll grow this season and how we’ll continue to grow this program!

ÁFRAM SELFOSS!!

Stats from the game