Síðustu dagar og vikur hafa töluvert farið í að „sópa upp“ frestuðum leikjum til að ljúka deildakeppni í hinum ýmsu flokkum. Fjöldi leikja hefur verið leikinn hjá Selfossi og samstarfsfélögum undanfarið.  Nýjustu úrslit hjá flokkum sem leika í deildakeppni koma hér á eftir, en 8. flokkur og yngri leika í helgarmótum og þar eru nokkur mót eftir fram eftir vori:

Unglingaflokkur karla:

Selfoss/Hamar 109 – 103 Þór Þ.

Stjarnan/Álftanes 71 – 98 Selfoss/Hamar

10. fl. stúlkna:

Selfoss/Hrunamenn/Hamar 50 – 41 Grindavík

10. fl. drengja:

ÍR 61 – 63 Selfoss

9. fl. drengja:

Selfoss/Hamar 62 – 48 Keflavík

Drengjaflokkur Hrunamanna/Selfoss/Hamars á eftir nokkra leiki í deildakeppni og síðan tekur við úrslitakeppni í öllum flokkum.

ÁFRAM SELFOSS!!!