Eigendur Vefjunnar skrifuðu í dag undir tveggja ára styrktarsamning við Selfoss-Körfu. Samningurinn felur í sér  mjög myndarlegan stuðning við félagið og erum við ákaflega þakklát fyrir þann hlýhug sem í honum felst.

Vefjan rekur veitingasölu við Tryggvagötu 8 á Selfossi og í Gnoðarvogi 44, Reykjavík. Þar er hægt að fá fjölbreytt úrval af gómsætum og vel útilátnum mat, allt frá vefjum til veislubakka sem borða má á staðnum eð fá sendan heim.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Sólveigu Ýr Sigurjónsdóttur og Reyni Bergmann frá Vefjunni og formann Körfuknattleiksfélags Selfoss við þetta tækifæri.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn!!!