Vegna leikja um helgina er rétt að tilkynna að heimild hefur fengist fyrir því að skipta stúkunni í Gjánni, Íþróttahúsi Vallaskóla, í tvö sóttvarnahólf. Þannig gefst tækifæri til að taka á móti allt að 100 áhorfendum, 50 í hvoru hólfi, án þess að hafa áhyggjur af hraðprófum.

Sóttvarnahólfin verða aðskilin með tvöföldum borða, beggja vegna við tröppur í miðri stúkunni, þannig að gott tveggja metra „einskismannsland“ verði milli hólfanna, en reglur krefjast 1 metra aðskilnaðar. Bannað er að fara milli hólfa.

Miðað verður við, meðan rúm er, að stuðningsfólk heimaliðsins verði í nyrðra hólfi og gangi inn um norðurinngang, aðalinngang íþróttahúss. Stuðningsfólk gestaliðs gangi inn um syðri inngang, um aðalanddyri Vallaskóla, þar sem áhorfendur ganga um að öllu jöfnu. Með þessu móti ættu allir áhugasamir að komast að.

Þetta á við bæði á leik Selfoss gegn ÍA í 1. deild karla laugardagskvöldið 11.12. kl. 19:15 og á leik Selfoss gegn Stjörnunni í undanúrslitum VÍS bikarsins í 10. flokki drengja sunnudaginn 12.12. kl. 13:30.

Þeir sem hugsa sér að mæta á þessa leiki eru beðnir um að virða sóttvarnareglur, halda meters millibili við ótengda, virða grímuskyldu, spritta hendur, forðast að safnast í hópa og taka mark á leiðbeiningum og athugasemdum starfsfólks, ef einhverjar verða.  Skylt er að skrá sig við innganginn með nafni, kennitölu og símanúmeri.

Nánar um gildandi almennar Covid takmarkanir HÉR

Leiðbeiningar KKÍ vegna íþróttaviðburða HÉR (sjá kafla 6 um áhorfendur)

Leiðbeiningar Landlæknis um rými utan- og innanhúss vegna Covid HÉR

-Stjórn Selfoss-Körfu.