Vélsmiðja Suðurlands er í hópi tryggustu stuðningsaðila Selfoss Körfu. Á dögunum skrifaði Margrét Jónasdóttir, fyrir hönd fyrirtækisins, undir nýjan þriggja ára samstarfssamning.

Þetta er þriðja þriggja ára tímabilið sem Vélsmiðjan styrkir félagið myndarlega og prýðir auglýsing frá fyrirtækinu því áfram bakhluta stuttbuxna keppnisbúnings félagsins, og sómir sér þar vel.

Vélsmiðja Suðurlands byggir á traustum grunni sem nær allt aftur til 1939, þegar Bifreiðasmiðja KÁ hóf starfsemi. Vélsmiðja KÁ hf. tók við 1996 en Skipalyftan ehf. í Vestmannaeyjum keypti rekstur hennar og hefur starfað undir nafni Vélsmiðju Suðurlands frá 2003 og sinnir nýsmíði, viðgerðum og ýmiskonar viðhaldi á breiðum grunni

Við þökkum kærlega fyrir okkur!