Í kvöld mættu Selfyssingar Hetti frá Egilsstöðum í 1. deild karla. Selfoss hafði harm að hefna eftir að hafa tapað naumlega gegn Hetti í lok janúar. Gestirnir mættu hinsvegar tilbúnir til leiks og endurtóku leikinn með 71-89 sigri.

Höttur byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir í stöðuna 6-13 eftir 5 mínútna leik. Þeir heldu Selfyssingum í 4-8 stiga fjarlægð út leikhlutann. Staðan 19-23 eftir 1. leikhlutann. Selfyssingar gáfu hinsvegar ekkert eftir í 2. leikhluta og sóttu vel á gestina. Þeir komu stöðunni í 33-28 og allt leit út fyrir að leikurinn væri að snúast við, en Hattarmenn stóðust áhlaupið og náðu að leiða með fjórum stigum inn í hálfleikinn.

Gestirnir heldu áfram að verjast vel og sækja á körfuna og voru komnir í 15 stiga forystu þegar 3. leikhluti kláraðist, 55-70. Selfyssingar náðu smátt og smátt að minnka munin í 4. leikhluta og þegar 4 mínútur voru eftir var leikurinn orðinn mjög spennandi, Höttur þá yfir með 3 stigum, 71-74. En nær komust heimamenn ekki. Höttur valtaði yfir Selfyssinga síðustu 4 mínmútur leiksins og uppskáru 71-89 sigur.

Gerald Robinson og Gasper Rojko fóru fyrir liði heimamanna, Gerald með 21 stig og 11 fráköst og Gasper með 17 stig og 10 fráköst. Trevon Evans var með 13 stig, Óli Gunnar Gestsson 8 stig, Austin Bracey 8 stig og Ísar Freyr Jónsson 4 stig.

Með sigri í kvöld hefðu Selfyssingar geta jafnað Sindra á stigatöflunni, en verður það að bíða betri tíma.

Næsti leikur Selfoss er gegn Haukum mánudaginn 14. febrúar kl. 19:30 í Hafnarfirði.

Upp með hausinn og áfram gakk!