Tveir leikmenn Selfoss í U20 landsliðinu

/, Meistaraflokkur, Unglingaflokkur/Tveir leikmenn Selfoss í U20 landsliðinu

Tveir leikmenn Selfoss í U20 landsliðinu

Það er í frásögur færandi að tveir af leikmönnum Selfoss frá síðasta tímabili léku sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd í gær, þegar U20 lið drengja tapaði naumt fyrir Hvít-Rússum á Evrópumóti landsliða 74-79.

Þetta eru Björn Ásgeir Ásgeirsson og Bergvin Einir Stefánsson, sem báðir komu af bekknum í frumraun sinni á stórmóti landsliða.

Björn Ásgeir var einn af lykilmönnum Selfossliðsins, skoraði 7,2 stig á tæpum 20 mínútum  í 20 leikjum og var í byrjunarliði í 35% leikja.

Bergvin Einir kom til Selfoss í láni frá Njarðvík á seinni hluta tímabils, spilaði rúmar 11 mínútur í 8 leikjum og skoraði 3,5 stig.

Félagið óskar þessum efnilegu leikmönnum til hamingju með áfangann.

Tölfræðin úr téðum U20 leik má skoða með því að smella hér.

 

 

By |2019-07-13T10:04:19+00:0013. júlí, 2019|Félagið, Meistaraflokkur, Unglingaflokkur|0 Comments